Beint í efni
Keflavíkur Flugvöllur

Skjáir á landgangi

Landgangur tengir saman norður- og suðurbyggingu flugvallarins. Það er því mikil umferð farþega um þessa staðsetningu.

Auglýsingar á landgangi ná til brottfarar-og komufarþega en einnig hluta tengifarþega. Um er að ræða 5 samtengda skjái sem dreifast á allan landganginn. Hver skjár er 98" að stærð og snýr skjárinn lóðrétt.

Auglýsingar birtast í 8 sekúndur og að jafnaði einu sinni á hverjum 64 sekúndum. Möguleiki er á að vera með allt að fimm mismunandi útfærslur af efni sem rúllar til skiptis. Það nýtist auglýsendum vel til að koma fjölbreyttum skilaboðum á framfæri meðan farþegar fara um landganginn.

Skjáirnir bjóða upp á að birta myndir og/eða myndbönd.

Auglýsingar á landgangi ná til Íslendinga á ferðinni og ferðamanna sem ýmist eru komnir til að njóta lands og þjóðar eða á leið úr landi.

Markhópur

Markhópur
Komufarþegar, brottfarar og tengifarþegar
Pixel stærð
1080x1920
Stærð
98 tommur
Sniðmát
MP4, JPG, PNG
Skjátegund
M530-B

Hlaða niður

Mynd í háupplausn

;