Heinemann tekur við Fríhöfninni

Heinemann tekur við rekstri fríhafnarverslana á Keflavíkurflugvelli (KEF). Samningur Heinemann við KEF er til átta ára, með möguleika á framlengingu um tvö ár til viðbótar. Er samningurinn gerður í framhaldi af niðurstöðu stigagjafar í útboðsferli þar sem tilboð Heinemann varð hlutskarpast, eins og sagt var frá síðastliðinn nóvember.
Í útboðsferlinu var lögð áhersla á að farþegar á Keflavíkurflugvelli upplifi það sterklega hjá nýjum sérleyfishafa að þeir séu staddir á Íslandi þegar þeir fara um fríhafnarverslanirnar. Það er m.a. gert með miklu úrvali af íslenskum vörum og hönnun verslananna. Endurnýjun verslananna mun fara fram á næstu átján mánuðum og er stefnt á að framkvæmdum ljúki fyrir sumarið 2026. Farþegar munu þó sjá strax við yfirfærsluna ákveðinn blæbrigðamun.
Við hlökkum mikið til að bjóða farþegum til og frá Íslandi upp á frábært úrval vara og spennandi og fallegar verslanir. Sterk tenging við Ísland og íslenskar vörur er lykilatriði og mikilvæg fyrir upplifun viðskiptavina á verslununum nú og til framtíðar.
Jens WolfSölustjóri Heinemann á Norðurlöndunum
„Þetta verður styrkt með frábæru úrvali alþjóðlegra og þekktra vörumerkja í öllum vöruflokkum. Við leitumst ávallt við að mæta þörfum allra farþega, bæði þeirra sem eru að leita að góðum tilboðum og þeirra sem eru að leita að einhverju sérstöku. Við leggjum áherslu á að vinna náið með öllum hagaðilum til að hrinda áætlunum okkar í framkvæmd,“ segir Jens enn fremur og bætir við að það sé mikið ánægjuefni að félagið hafi fengið sérleyfi til rekstrar fríhafnarverslana á KEF.
Ég hlakka mikið til samstarfsins. Hér er um öflugt fyrirtæki að ræða með mikla og góða reynslu í rekstri fríhafnarverslana um allan heim. Við erum þess fullviss að Heinemann eigi eftir að taka á móti ferðafólki með hlýhug, fjölbreyttu úrvali af vörum og kröftugri þjónustu.
Guðmundur Daði RúnarssonFramkvæmdastjóri viðskipta og þróunar á Keflavíkurflugvelli
Guðmundur Daði bætir við að þegar ráðist hafi verið í útboð á sérleyfinu og aðstöðunni hafi tilgangurinn verið að fá til samstarfs fyrirtæki með reynslu í rekstri fríhafnarverslana. „Þetta var allt gert til að tryggja ávinning umfram núverandi fyrirkomulag. Þessi breyting mun skila ávinningi fyrir farþega, flugvöllinn og samfélagið í heild. Við erum að auka tekjur flugvallarins verulega. Þannig getum við þróað Keflavíkurflugvöll enn frekar og fjölgað tækifærum til að bæta við flugtengingum. Alþjóðasamtök flugvalla í Evrópu (ACI Europe) hafa bent á að tíu prósenta aukning í beinum flugtengingum auki hagvöxt um hálft prósent í viðkomandi landi. Það er ávinningur fyrir fólkið í landinu.“