Beint í efni
Keflavíkur Flugvöllur

Komur og brottfarir yfir hátíðina

Það er mikið annríki á Keflavíkurflugvelli núna yfir hátíðina og margir ferðinni.

Íslendingar búsettir erlendis sem er að koma heim til að vera með sínum ástvinum yfir jólin, eða fara í frí erlendis, en einnig ferðamenn sem vilja kynnast jólum og áramótum hér á landi.

Á Þorláksmessu eru 65 komur til Keflavíkur og 68 brottfarir

Á Aðfangadag eru 53 komur á Keflavík og 39 brottfarir, það dregur svo aðeins úr á Jóladag en þá eru 29 komur og 28 brottfarir

En strax á annan í jólum eru komur orðnar 51 og brottfarir 60.

Á gamlársdag eru 53 komur og 43 brottfarir og á Nýjársdag koma 62 flug til Keflavíkurflugvallar og 65 fljúga á brott.

Það er því mikið að gera á Keflavíkurflugvelli þessa daganna og mikilvægt að hafa á að skipa öflugu og reyndu starfsfólki svo allt gangi fumlaust og vel og allir komist ferða sinna.