Beint í efni
Keflavíkur Flugvöllur

Play flýgur til tveggja nýrra áfangastaða

Fyrstu flug til Antalya í Tyrklandi og Faro í Portúgal.

Það var söguleg stund þegar flugfélagið Play fór í sitt fyrsta áætlunarflug til tyrknesku borgarinnar Antalya í morgun, þriðjudaginn 15. apríl. Þetta er í fyrsta sinn sem flogið er í áætlunarflugi á milli Íslands og Tyrklands. Play flýgur einu sinni í viku til Antalya frá apríl fram í júní og svo aftur frá september til nóvember.

Þá fór Play í fyrsta flug til Faro í Portúgal laugardaginn 12. apríl síðastliðinn. Flogið verður tvisvar í viku til Faro fram í lok október.

„Það er alltaf spennandi þegar flugfélögin okkar á KEF bæta við nýjum áfangastöðum,“ segir Grétar Már Garðarsson, forstöðumaður flugfélaga og markaðsmála á Keflavíkurflugvelli.

Við tökum vel á móti farþegum frá þessum tveimur nýju áfangastöðum og erum fullviss að Íslendingar eiga eftir að halda þangað einnig. Þetta eru nýjar tengingar en eins og ACI Europe – Evrópudeild Alþjóðasamtaka flugvalla – hafa bent á í rannsóknum þá bæta flugtengingar við hagvöxt. Við fögnum hverri nýrri flugtengingu sem bætist við á Keflavíkurflugvelli.

Grétar Már GarðarssonForstöðumaður flugfélaga og markaðsmála á Keflavíkurflugvelli