Meðferð persónuupplýsinga
Við leggjum áherslu á örugga og ábyrga meðferð persónuupplýsinga í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
Hér að neðan eru upplýsingar um söfnun og vinnslu persónuupplýsinga. Einnig eru upplýsingar um réttindi þín og hvernig þú getur nýtt þau.
Farþegar
Hvaða upplýsingum söfnum við og vinnum?
Við söfnum og vinnum IP tölur sem úthlutaðar eru innanhúss, MAC-addressur tækis og nöfn tengds tækis.Hvers vegna vinnum við upplýsingarnar þínar?
Við vinnum gögnin til að þjónusta þig með gjaldfrjálsri nettengingu og stýra aðgangi inn á viðeigandi net, t.d. gestanet, skrifstofunet, net rekstraraðila eða önnur sértækari net. Vinnslan er nauðsynleg til þess að uppfylla samning, þ.e.a.s. veita þér þjónustuna.Við vinnum gögnin jafnframt í þeim tilgangi og á grunni þeirra lögmætu hagsmuna okkar að bæta þjónustuna enda er það mat okkar að hagsmunir þínir, friðhelgi og frelsi vegi ekki þyngra.
Hversu lengi geymum við upplýsingarnar?
Gögnin eru geymd í 30 daga.Deilum við upplýsingunum þínum með öðrum?
Nei.Hvar geymum við upplýsingarnar þínar?
Upplýsingarnar eru geymdar á vefþjónum sem staðsettir eru innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES).Hvaða upplýsingum söfnum við og notum?
Í tveimur markaðskönnunum (ASQ og Consumer Audit) eru farþegar beðnir um að fylla út könnun við brottfarahlið.Í ASQ rannsókninni fær farþeginn afhenta spjaldtölvu frá vettvangskönnunarfyrirtækinu Epinion og svara þar spurningum um ánægju með hina ýmsu þjónustuþætti. Þeir svara einnig spurningum um bakgrunn eins og aldur, kyn, þjóðerni, búsetu og einnig upplýsingum um flugnúmer, áfangastað, dagsetning, tima dags, hvort þeir eru brottfara eða tengifarþegar og fleira. Ekki er spurt um persónugreinanlegar upplýsingar og allar spurningarnar eru valkvæðar. Epinion tekur á móti þessum upplýsingum og setur í töfluform í Excel og sendir mánaðarlega og ársfjórðungslega uppfærir ACI niðurstöðurnar í Power BI. Heildarniðurstöður eru birta og hægt er að skoða hlutfall og meðaltöl.
Consumer Audit er einungis framkvæmd einu sinni á ári frá júlí – september en hún er framkvæmd á sama hátt og ASQ rannsóknin. Farþegar fá afhenta spjaldtölvu sem þeir svo skila þegar búið er að fylla út könnunina. Spurt er um ánægju með ýmsa þætti á verslunar-og veitingasvæðinu, og viðhorf og hegðun á verslunar-og veitingasvæðið. Spurt er um bakgrunnsbreytur eins og aldur, kyn, þjóðerni, búsetu, ástæðu ferðar, hvort þeir séu brottfara- eða tengifarþegar, og fleira. Gögnin sem berast úr þessum könnunum koma alltaf sem heildarniðurstöður – hægt er að flokka gögnin eftir ákveðnum hópum ein og t.d. aldurshópum eða tegund farþega (tengi eða brottfarafarþegi). Þegar gögnin berast til okkar er ekki hægt að rekja þau til einstaklinga.
Í Retail X eru farþegar spurðir hvort þeir vilji fylla út stuttan spurningalista þegar þeir tengjast netinu á Keflavíkurflugvelli. Þar hafa þeir val um hvort þeir taki þátt eða afþakki og tengist þá strax netið. Farþegar geta líka skannað QR kóða í verslunum og veitingastöðum til að svara spurningalistanum. Í spurningalistanum er spurt um ánægju með helstu þjónustuþætti í verslun og veitingum. Spurt er einnig hvort farþegar sem svara vilji deila netfangi sínu með okkur og fá eina könnun senda um upplifun og þjónustu á Keflavíkurflugvelli. Það er valkvætt að gefa upp netfangið. Fyrirtækið Retail X sendir netföngin til Gallup sem sér um að senda út þjónustukannanir fyrir Isavia á þau netföng sem safnast.
Hvers vegna vinnum við upplýsingarnar þínar og á grunni hvaða heimildar?
Við notum niðurstöðurnar til þessa að meta þjónustustigið á Keflavíkurflugvelli og hvar er úrbóta þörf. Notum niðurstöðurnar líka til þess að átta okkur betur á þörfum farþega og hvernig við getum komið betur til móts við þær.Við vinnum þær upplýsingar sem teljast persónugreinanlegar á grundvelli samþykkis þíns sem þú veitir okkur þegar þú ákveður að að svara könnunum, bæði RetailX og eftirfarandi könnun frá Gallup.
Hversu lengi geymum við upplýsingarnar?
Niðurstöður úr ASQ og Consumer Audit eru geymdar ótakmarkað þar sem ekki er hægt að rekja svör til einstaklinga.Varðandi Retail X könnunina þá eyðir fyrirtækið netföngunum um leið og þau hafa verið send til Gallup. Gallup eyðir netföngunum 30 dögum eftir gagnaöflun og úrvinnslu könnunar.
Deilum við upplýsingunum þínum með öðrum?
Við deilum persónugreinanlegum upplýsingum einungis með vinnsluaðilum okkar, RetailX og Gallup.Hvar geymum við upplýsingarnar þínar?
Upplýsingarnar eru geymdar á vefþjónum sem staðsettir eru innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES).Hvaða upplýsingum söfnum við og vinnum?
Fullt nafn PRM-farþega, flugnúmer, áætlaðan flugtíma og stundum bókunarnúmer. Auk þess skráum við PRM kóða sem tilgreinir hvers konar aðstoð farþegi þarf (WCHR, WCHC, BLND, DEAF, DEAF/BLND, DPNA) auk viðbótarkóða í sumum tilfellum (SVAN, WCMP, WCBD, WCBW, WCLB). Við fáum þessi gögn frá SITA, fyrirtæki sem þjónar sem alþjóðlegur samskiptavettvangur flugiðnaðarins.Við skráum einnig tímasetningu þegar þjónusta hefst, þ.e.a.s. þegar starfsmaður tekur á móti farþega og tímasetningu á ýmsum leggjum ferðarinnar í gegnum flugstöðina þar til þjónustunni hefur verið lokið.
Hvers vegna notum við upplýsingarnar þínar og á grunni hvaða heimildar?
Til þess að veita þjónustuna með viðeigandi starfsfólki og búnaði en okkur er skylt samkvæmt lögum að veita þjónustuna, sbr. reglugerð nr. 475/2008 um réttindi fatlaðra og hreyfihamlaðra einstaklinga sem ferðast með flugi sem innleiðir reglugerð EB nr. 1107/2006 um sama efni. Vinnsla viðkvæmra upplýsinga sem felast í PRM kóðunum er heimil á grundvelli verulegra almennahagsmuna, sbr. 7. tölul. 11. gr. laga nr. 90/2018.Við notum gögnin jafnframt til þess að greina hvernig við getum bætt þjónustuna en það gerum við á grundvelli lögmætra hagsmuna okkar.
Hversu lengi geymum við upplýsingarnar?
Upplýsingar eru geymdar í 60 daga.Deilum við upplýsingunum þínum með öðrum?
Við deilum upplýsingum þínum með flugfélaginu sem þú flaugst með til KEF þegar það er nauðsynlegt vegna athugasemda við þjónustuna frá flugfélaginu, t.d. ef seinkun hefur orðið á flugi tengd þjónustunni.Hvar geymum við upplýsingarnar þínar?
Upplýsingarnar eru geymdar á vefþjónum sem staðsettir eru innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES).Hvaða upplýsingum söfnum við og vinnum?
Keflavíkurflugvöllur (KEF) safnar gögnum í samvinnu við verslanir og veitingastaði á haftasvæði KEF í þeim tilgangi að bæta þjónustu við ferðamenn. Þau gögn sem safnað er eru færslugögn fyrir hverja færslu sem verslað er fyrir þar sem tekin er saman upphæð og tímasetning færslunnar, fjöldi keyptra hluta ásamt rekjanlegu einkvæmu auðkenni í brottfararspjaldi. Við tengjum gögnin svo saman við önnur gögn sem verða til þegar brottfararspjald þitt er lesið á haftasvæðinu og sýna för þína í gegnum KEF og líka við upplýsingar um flugið þitt.Af hverju söfnum við þeim og á grunni hvaða heimildar?
Við notum gögnin til þess að útbúa tölfræðigögn til að greina og skilja verslunarhegðun farþega og áhrifaþætti hennar til þess að þjónustuframboð uppfylli þarfir farþega. Sem dæmi þá notum við tölfræðigögnin til að taka bestu mögulegu ákvarðanir um þjónustuframboð í útboðum á verslunar- og veitingaplássum.Notkun gagnanna er okkur heimil þar sem hún er nauðsynleg til að við getum gætt lögmætra hagsmuna okkar og verslunaraðila á svæðinu, enda er það mat okkar að friðhelgi þín, hagsmunir og frelsi vegi ekki þyngra. Lögmætir hagsmunir okkar og verslunaraðila eru aukin framlegð með því að draga úr sóun, auka þjónustu með hliðsjón af þjónustuþörf ólíkra farþegahópa og bættari markaðssetningu KEF til farþega og flugfélaga.
Hversu lengi geymum við upplýsingarnar?
Gögnin verða send daglega frá viðskiptaaðilum í gagnagrunn vefþjónustu, þar sem þeim verður gefið handahófskennt einkvæmt einkenni og geymd í 72 tíma. Að 72 tímum liðnum standa aðeins handahófskenndu einkennin eftir sem ómögulegt er að rekja til einstaklinga. Frá móttöku gagnanna og að eyðingu persónugreinanlegra upplýsinga er áhætta á rekjanleika lágmörkuð, t.d. með því að takmarka aðgengi að gagnagrunni og halda atburðaskýrslu (e. activity log) um aðgengið.Deilum við upplýsingunum þínum með öðrum?
Nei.Hvar geymum við upplýsingarnar þínar?
Upplýsingarnar eru geymdar á vefþjónum sem staðsettir eru innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES).Hver ber ábyrgð á notkun gagnanna?
Isavia er ekki eitt ábyrgðaraðili að þessari gagnanotkun. Við, ásamt þeim fyrirtækjum sem reka verslanir og veitingastaði á vellinum, erum sameiginlega ábyrg fyrir notkun verslunarupplýsinganna þinna í þessum tilgangi.Hvaða upplýsingum söfnum við og vinnum?
- Farangursflokkun: Allur lestarfarangur sem fer um Keflavíkurflugvöllur er skráður. BSM skeyti (e. baggage source message) er lesið af barkóða (einkvæmt töskunúmer) á töskumiða. Þar kemur fram nafn og eftirnafn farþega, dags- og tímasetning flugs, brottfararstaður, áfangastaður, klassi tösku og staða farþega (e. passanger status).
- Skimun og leit: Lestarfarangur er skimaður með gegnumlýsingu. Leiði gegnumlýsing til þess að starfsmaður þurfi að leita í farangri eru skráðar upplýsingar um barkóða, dags. og tíma leitar, flugnúmerið, flugfélagið og þjónustuaðila þess og upplýsingar um fjarlægðan hlut ef við á og eftir atvikum sérstakar athugasemdir í samræmi við flugverndarkröfur.
Af hverju söfnum við þessum gögnum og á grunni hvaða heimildar?
- Farangursflokkun: Þessum upplýsingum er safnað til þess að gæta fyllsta öryggis um að enginn farangur fari um borð án þess að honum fylgi farþegi ásamt því að geta rakið ferð töskunnar um farangurskerfið og koma þannig í veg fyrir að farangur tapist og finni aldrei eiganda sinn. Einnig er sjálfvirkt farangursflokkunarkerfi háð þessum upplýsingum til þess að geta tryggt að farangur endi í réttri flugvél. Vinnslan er nauðsynleg til að sinna þjónustu flugfélagsins þíns við þig og þjónustu okkar við flugfélögin, vinnslan er okkur því heimil á grundvelli þess að hún sé nauðsynleg til að uppfylla samning.
- Skimun og leit: Skimun og leit lestarfarangurs fer fram á grundvelli lagaskyldu okkar, þ.e.a.s. í samræmi við flugverndarkröfur sbr. reglugerð (ESB) 2015/1998, sbr. reglugerð um flugvernd nr. 750/2016. Skráning vegna leitar í farangri er gerð í þeim tilgangi að upplýsa flugfélag og flugafgreiðsluaðila sem þjónusta farþegann um leitina.
Hversu lengi geymum við upplýsingarnar?
- Farangursflokkun: Gögn eru að hámarki geymd í 72 klst. frá brottför flugs.
- Skimun og leit: Gögn úr gegnumlýsingu eru geymd skemur en sólahring. Gögn vegna leitar eru geymd í þrjá mánuði.
Deilum við upplýsingunum þínum með öðrum?
- Farangursflokkun: Þjónustuaðili farangurskerfisins, Beumer, hefur aðgang að upplýsingum.
- Skimun og leit: Við deilum upplýsingum um leit með flugfélaginu þínu og flugafgreiðsluaðila þess.
Hvar geymum við upplýsingarnar þínar?
- Upplýsingarnar eru geymdar á vefþjónum sem staðsettir eru innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES).
Hver ber ábyrgð á notkun gagnanna?
- Farangursflokkun: Flugfélögin
- Skimun og leit: Isavia.
Hvaða upplýsingum söfnum við og vinnum?
Þegar þú keyrir inn og út af bílastæðum við KEF eru eftirfarandi upplýsingar skráðar:- Tekin er ljósmynd af númeraplötu bíls þegar þú keyrir inn og út af bílastæði. Við skráum bílnúmer og tímasetningu inn- og útkeyrslu.
- Ef þú velur að leggja án þess að bóka, getur þú greitt í gegnum Autopay app í síma eða í tölvu allt að 24 tímum eftir að þú keyrir út af stæði, sé ekki greitt fyrir stæðið fyrir þann tíma er flett upp kennitölu eiganda bílsins og sendur á hann reikningur beint í heimabanka.
- Fyrir bílastæði starfsmanna fyrirtækja sem hafa starfsemi á vellinum, getur KEF til viðbótar unnið með eftirfarandi upplýsingar: Starfsnúmer, vinnustaður og númer bílastæðiskorts.
Af hverju söfnum við þeim og á grunni hvaða heimildar?
Við notum gögnum í þeim tilgangi að innheimta af þér gjald vegna notkunar á bílastæðum. Vinnslan er nauðsynleg til þess að uppfylla samning, þ.e.a.s. veita þér þjónustuna og innheimta gjald.Hversu lengi geymum við upplýsingarnar?
Ljósmyndir af bílnúmeraplötum eru geymdar í 90 daga eftir að þú ferð af bílastæðinu.Deilum við upplýsingunum þínum með öðrum?
Við deilum upplýsingunum með Autopay Technologies sem er vinnsluaðili okkar. Við deilum upplýsingunum jafnframt með þeim aðilum sem þú velur að nota til að greiða fyrir bílastæðið, þ.e.a.s. Autopay Technologies eða Parka.Hvar geymum við upplýsingarnar þínar?
Upplýsingarnar eru geymdar á vefþjónum sem staðsettir eru innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES).Hvaða upplýsingum söfnum við og notum?
Þegar farþegar bóka bílastæði á KEF eru eftirfarandi upplýsingar skráðar: Nafn, eftirnafn, símanúmer, netfang og bílnúmer. Þú getur einnig valið að deila flugnúmerinu þínu eða skráð áætlaðan tíma inn- og útaksturs.Þegar farþegar bóka Premium Parking eru auk þess skráðar eftirfarandi upplýsingar: Flugupplýsingar (komudagur og -tími, brottfarardagur og -tími og flugnúmer). Enn fremur munum við taka ljósmyndir af bílnum þínum ef þú bókar Premium Parking. Ef einhver annar en þú sækir bílinn, munum við einnig skrá samskiptaupplýsingar hans eða hennar.
Af hverju söfnum við þessum gögnum og á grunni hvaða heimildar?
Við vinnum með persónuupplýsingar til að geta veitt þér þá þjónustu sem þú sækist eftir, þ.e.a.s. til að uppfylla samning okkar við þig um þjónustuna.Við vinnum með númeraplötu þína á nokkra vegu, til þess að keyra inn á eða út af stæði þá er tekin mynd af númeraplötu til þess að sjá hvort að bíll sé nú þegar búinn að bóka stæða eða ekki. Almennt skiptir það ekki máli en þegar bílastæði eru orðin uppfull þá er þetta notað til þess að koma í veg fyrir að bílar keyri inn á stæði án þess að finna laust stæði. Einnig notum við gögnin til þess að telja bíla á stæði hverju sinni og hafa þannig betri yfirsýn yfir reksturinn.
Keflavíkurflugvöllur getur unnið persónuupplýsingar gesta í markaðstilgangi. Þegar þú hefur bókað bílastæði hjá Keflavíkurflugvelli getum við notað persónuupplýsingar þínar til að senda þér fréttabréf, látið þig vita ef þú hefur ekki lokið bókunarferlinu eða haldið þér upplýstum um viðeigandi vörur og þjónustu sem Keflavíkurflugvöllur bíður uppá Með því að greina persónuupplýsingar þínar getum við sent þér sérsniðin samskipti, þannig að samskiptin við þig séu viðeigandi. Til dæmis, ef þú hefur bókað bílastæði nokkrum sinnum á ári, getum við sent þér tilboð um nýja þjónustuþætti. Við byggjum þessa vinnslu á persónuupplýsingum þínum á samþykki þínu. Ef þú vilt ekki að Keflavíkurflugvöllur noti þessar persónuupplýsingar í þessum tilgangi, getur þú alltaf afþakkað þessa vinnslu á persónuupplýsingum þínum með því að afskrá þig með að smella á hlekk í fréttabréfi.
Hversu lengi geymum við upplýsingarnar?
Upplýsingarnar sem þú deilir þegar þú bókar eru eytt fjórum árum eftir að þú hefur nýtt þér bílastæðisþjónustuna á Keflavíkurflugvallar.Ef þú færð fréttabréf frá okkur, munum við vinna með netfangið þitt þar til þú hefur afskráð þig. Við munum bjóða upp á möguleika til að afskrá sig í hverju fréttabréfi.
Deilum við upplýsingunum þínum með öðrum?
Við deilum upplýsingum með AeroParker, vinnsluaðila okkar. Við deilum upplýsingum um bókun með Autopay Technologies til þess að vita hvort bókun sé að baki bílnúmerinu. Við deilum upplýsingum um bíla í eigu bílaleiga með Stefnu ehf. vegna milligöngu.Hvar geymum við upplýsingarnar þínar?
Upplýsingarnar eru geymdar á vefþjónum sem staðsettir eru innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES).
Rafræn myndavélavöktun
Við erum ábyrgðaraðilar rafrænnar vöktunar sem viðhefst með eftirlitsmyndavélum í flugstöðinni.
Megintilgangur rafrænnar vöktunar er öryggi, eignavarsla og flugvernd. Myndefni sem til verður kann þó einnig að vera nýtt til að hafa eftirlit með nýtingu mannvirkja og vegna þróunar og breytinga á þeim. Þá kann myndefni einnig að vera nýtt við þjálfun starfsfólks. Þegar myndefni er nýtt til annars en öryggis, eignavörslu og flugverndar er leitast við að einstaklingar séu ekki persónugreinanlegir. Heimild okkar til vinnslu persónuupplýsinga sem til verða við rafræna vöktun er lagaskylda sem hvílir á okkur, m.a. vegna flugverndar og hins vegar lögmætir hagsmunir okkar af því að viðhafa öryggis- og eignavörslu, stuðla að þróun flugvallarins, bæta þjónustu og vegna þjálfunar starfsfólks.
Myndefni er aðgengilegt þröngum hópi starfsfólks. Vinnsluaðili kann að fá takmarkaðan aðgang vegna villugreininga og uppfærslna (Dallmeier). Efni með upplýsingum um slys eða refsiverðan verknað getur verið afhent lögreglu. Einnig getur efni verið afhent tryggingafélagi sé það nauðsynlegt vegna tryggingamáls.
Þegar unnið er með myndefni sem verður til við vöktunina má sjá í flestum tilvikum einstaklinga sem farið hafa um hið vaktaða svæði og athafnir þeirra.
Þú átt rétt á að skoða myndefni þar sem hægt er að bera kennsl á þig. Einnig áttu rétt á að fá afrit af slíku myndefni að því gefnu að það skerði ekki réttindi og frelsi annarra.
Efnið er varðveitt í 30 daga nema í afmörkuðum tilvikum þegar lög heimila lengri varðveislutíma.
Bent er á að aðrir rekstraraðilar á flugvellinum kunna einnig að viðhafa rafræna vöktun í sinni starfsemi. Rafræn vöktun þeirra er ekki á okkar ábyrgð.
Vefsíður KEF
- Upplýsingar sem þú lætur okkur í té
Vera má að þú látir okkur í té með beinum eða óbeinum hætti persónuupplýsingar er varða þig, til dæmis þegar nýtir þér þjónustu sem við bjóðum á vefsíðu okkar, hefur samband við okkur gegnum vefgátt eða með öðrum hætti. Þessar upplýsingar geta verið: - Persónugreinanlegar upplýsingar – nafn, heimilisfang, netfang, kennitala, símanúmer o.s.frv.
- Greiðsluupplýsingar – greiðslukortaupplýsinga
- Upplýsingar sem við söfnum um þig
Þegar þú nýtir þér þjónustu okkar (t.d. þegar þú kaupir bílastæðaþjónustu af okkur eða færð tilkynningar um flug í gegnum samfélagsmiðla) þá getur verið að við söfnum eftirfarandi upplýsingum: - Persónugreinanlegar upplýsingar – t.d. nafn, netfang og símanúmer
- Upplýsingar um vöru eða þjónustu – upplýsingar um þá vöru eða þjónustu sem þú kaupir af okkur
- Fjárhagsupplýsingar – t.d. upplýsingar um það ef greiðslukortið þitt er lokað
- Viðskiptasaga – upplýsingar um kaup, greiðslur og greiðslukortasamþykki vegna fyrri kaupa
- Upplýsingar um samskipti þín við Isavia – Upplýsingar um samskipti þín við Isavia gegnum heimasíðu félagsins, tilkynning um flugáætlun og ábendingar
- Upplýsingar um tæki – IP-tala, tungumálastillingar, vafrastillingar, tímabeltisstillingar o.fl.
- Landfræðilegar upplýsingar – landfræðileg staðsetning
- Starfsumsóknir - umsækjendur um störf hjá Isavia og dótturfélögum
Þær upplýsingar sem þú lætur okkur í té auk upplýsinga um vöru eða þjónustu og fjárhagsuppýsingar eru nauðsynlegar til þess að við getum efnt okkar samningsskyldur gagnvart þér (veitt umbeðna þjónustu). Tilgangur söfnunar annarra upplýsinga er skýrður hér á eftir.
- Upplýsingar sem þú lætur okkur í té
Fótspor
Nafn
Tilgangur
Google Analytics
_ga
_gat
_gid
Fótspor sem notuð eru til að safna upplýsingum um hvernig vefsíðan er notuð. Við notum upplýsingarnar við skýrslugerð í þeim tilgangi að gera síðuna notendavænni. Fótsporin safna upplýsingunum með dulkóðun, sem dæmi fjöldi notenda síðunnar, hvaðan notendur koma og hvaða síður á vefsíðunni það heimsótti.
Lestu upplýsingar um persónuvernd og utanumhald gagna hjá Google.
Stillingar.is
userstyles
Fótspor sem notuð eru til að stilla sem best aðgengi að vefnum fyrir notendur með lestrarerfiðleika, t.d. vegna lesblindu eða sjónskerðingar.
Siteimprove
siteimproveses
nmstat
sz_notrack
Fótspor notað til að halda utan um gæði efnis á vefnum. Meiri upplýsingar um hvernig Siteimprove safnar gögnum.
Facebook Advertising
fr
_fbp
Fótspor sem notuð eru til að birta auglýsingar Isavia til notenda á Facebook sem hafa heimsótt isavia.is. Sjá frekari upplýsingar um hvernig Facebook safnar gögnum.
Það að leyfa fótspor er ekki alltaf nauðsynlegt fyrir vefsíðuna og grundvallar virkni hennar. Samt sem áður, með því að leyfa þau getum við bætt upplifun þína á síðunni. Þú getur eytt út eða lokað á þessi fótspor, en með því mun ákveðin virkni eða þættir á síðunni ekki virka sem skyldi. Með því að smella á "Leyfa fótspor" á borðanum sem birtist neðst á síðunni, samþykkir þú notkun fótspora. Þú getur breytt stillingum og afturkallað samþykki þitt með því að ýta á tannhjólið í vinstra horni síðunnar.
Allar þær upplýsingar sem Isavia safnar eru nýttar til þess að framkvæma og bæta þjónustu fyrirtækisins við viðskiptavini. Þannig söfnum við þeim upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að efna samningssamband eða til að svara fyrirspurnum þínum.
Isavia miðlar ekki persónuupplýsingum til óviðkomandi aðila. Í sumum tilfellum er upplýsingum miðlað sé svo nauðsynlegt vegna tiltekinnar vinnslu upplýsinganna og þá einungis í þeim tilgangi sem tilgreindur er.
Isavia varðveitir þínar persónuupplýsingar með öruggum hætti samkvæmt persónuverndarreglum og verklagi sem á við hverju sinni.
Það er mismunandi hversu lengi við geymum upplýsingarnar. Isavia fellur undir lög nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn og öll mál sem varðveita skal samkvæmt þeim eru geymd í 30 ár og að því loknu færð til Þjóðskjalasafns Íslands. Þetta á t.d. við um beiðnir um fyrirspurnir á grundvelli upplýsingalaga og fyrirspurnir sem berast gegnum „hafðu samband“ form á vefnum . Önnur gögn er innihalda persónuupplýsingar eru einungis geymd í þann tíma sem nauðsynlegt er og að þeim tíma loknum er þeim eytt í samræmi við verklag Isavia þar um.
Réttindi o.fl.
Þú átt rétt á að fá upplýsingar um hvort unnar séu persónuupplýsingar um þig og, ef svo er, aðgang að þeim persónuupplýsingum sem við varðveitum um þig, ásamt upplýsingum um vinnsluna samkvæmt persónuverndarlögunum. Þú getur einnig, í einhverjum tilvikum, átt rétt á því að:
Draga samþykki þitt til baka
Láta leiðrétta persónuupplýsingar
Fá persónuupplýsingar þínar eyddar
Andmæla vinnslu persónuupplýsinga
Takmarka vinnslu persónuupplýsinga
Flytja persónuupplýsingar til þriðja aðila
Óskir þú eftir aðgangi að persónuupplýsingum þínum sem eru í vinnslu hjá Isavia eða dótturfélögum þarftu að skrá þig inn með rafrænum skilríkjum hér í auðkenningargátt og fylla inn beiðni um mínar persónuupplýsingar. Smelltu hér til að skrá þig inn.
Við fylgjum lögum um opinber skjalasöfn og erum óheimilt að breyta eða eyða gögnum sem varðveitast samkvæmt lögunum nema að fengnu leyfi Þjóðskjalasafns Íslands. Einstaklingar geta þó átt rétt á að gögn verði leiðrétt og að athugasemdir séu geymdar með þeim.
Þú átt einnig rétt á að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd vegna meðferðar á persónuupplýsingum þínum. Ef ágreiningur kemur upp um meðferð persónuupplýsinga geturðu sent kvörtun til Persónuverndar. Nánari upplýsingar má finna á personuvernd.is.
Isavia ohf. er ábyrgðaraðili að vinnslu persónuupplýsinga sem fram fer af hálfu þess.
Isavia ohf. er til húsa að Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli.
Aðalsímanúmer Isavia er 424-4000 og netfangið er [email protected].
Fyrirspurnir, athugasemdir og ábendingar varðandi persónuupplýsingar og persónuvernd má senda á [email protected].
Isavia hefur sett sér upplýsingaöryggisstefnu, gert áhættumat og viðeigandi öryggisráðstafanir til að tryggja öryggi upplýsingakerfa félagsins. Sjá upplýsingaöryggisstefnu félagsins hér.
Ef upp koma atvik er varða meðhöndlun persónuupplýsinga ber að senda atvikatilkynningu. Tilkynninguna má nálgast með því að smella hér.
Þú getur haft samband við persónuverndarfulltrúa Isavia með því að senda tölvupóst [email protected].
Þú getur einnig sent bréf til Isavia en þá skal umslagið merkt persónuverndarfulltrúa.