Stefna og skipulag
Stefnan
Hér til hliðar er stefnuhringurinn okkar, áttaviti fyrir áherslur okkar til framtíðar. Hann tengir saman sjö stefnuáherslur sem leiða okkur að framtíðarsýninni og endurspeglar vegferðina í átt að sjálfbærni í öllum ákvörðunum.
Við erum þjónustufyrirtæki sem sér um rekstur, viðhald og uppbyggingu innviða fyrir flugsamgöngur landsins, tengingar við umheiminn og flug milli heimsálfa. Starfsemi okkar er mikilvæg fyrir þjóðarhag og starfsfólk vinnur af öryggi og skilvirkni í sátt við umhverfi og samfélag.
Við trúum á skýra stefnu og góða fyrirtækjamenningu og leggjum áherslu á uppbyggjandi og heiðarleg samskipti. Við höfum unnið að þróa fyrirtækjamenningu okkar í uppbyggjandi átt, verkefni sem við öll berum ábyrgð á.
Við notum stefnumiðuð vinnubrögð til að ná markmiðum okkar og kappkostum að allar einingar skilji sitt framlag til framtíðarsýnarinnar, svo við náum árangri saman.
Stefnuáhersla til 2028
Sú framtíðarsýn félagsins, að tengja heiminn í gegnum Ísland, er vegferð til ársins 2040. Það er mikilvægt að hafa skýra sýn á þær vörður sem þarf að ná á vegferðinni í átt að þeirri framtíðarsýn. Á árinu 2023 var búin til stefna til fimm ára sem er leiðarljós félagsins til ársins 2028. Hún er að í lok árs 2028 muni geta okkar styðja við framtíðarvöxt flugfélaga sem velja KEF sem sína í tengistöð. Stefnan er studd af aðgerðaáætlun. Áhersla verður á aðgerðir sem snúa að viðskiptavinum og flugvallarsamfélaginu, menningu og stafrænni hagræðingu til að ná árangrinum.
Meira um stefnuna
Við leiðum flugvallarsamfélag sem eykur lífsgæði og velsæld á Íslandi. Keflavíkurflugvöllur styður hagkerfi landsins með að auðvelda flutning á vörum og taka á móti ferðamönnum sem styrkja hagkerfið.
Framtíðarsýnin er að tengja heiminn í gegnum Ísland. Framtíðarsýnin leggur grunn að uppbyggingu flugvallarins. Við viljum vera í stakk búin að vaxa með viðskiptavinum okkar í takt við farþegaspár ásamt þeirri auknu eftirspurn eftir flugtengingum sem er fyrirsjáanleg á næstu árum eftir því sem fjær markaðir opnast með langdrægari flugvélum. Til að mæta þessari þróun eru framkvæmdir hafnar við að stækka flugstöðvarbygginguna á Keflavíkurflugvelli. Lesa má um framtíðaruppbyggingu Keflavíkurflugvallar á KEF+.
Við byggjum upp flugvöll þar sem arðsemi og langtímahagsmunir eru hafðir að leiðarljósi. Helsta auðlind félagsins er mannauðurinn sem leiðir flugvallarsamfélagið að sameiginlegum árangri með því að bjóða viðskiptavinum einstaka upplifun þar sem við notum snjallar lausnir í að bæta þjónustuna. Við höfum sjálfbærni að leiðarljósi í öllu okkar starfi og leggjum áherslu á að vera til fyrirmyndar í öryggis- og verndarmálum.
Við höfum unnið að breyta fyrirtækjamenningu í átt að uppbyggjandi menningu með áherslu á árangur, sjálfsþroska og góð tengsl. Leiðtogar okkar eru þjálfaðir í að styðja sitt fólk og beita uppbyggjandi aðferðum.
Framkvæmdastjórn og skipuritFramkvæmdastjórn og skipurit
Móðurfélagið Isavia rekur Keflavíkurflugvöll. Þar starfa tvö kjarnasvið: viðskipti og þróun annars vegar, og þjónusta og rekstur hins vegar. Stoðsviðin eru fjármála- og mannauðssvið og stafræn þróun og upplýsingatækni. Leiðtogar þessara sviða mynda framkvæmdastjórn félagsins ásamt forstjóra.
Sveinbjörn Indriðason er hagfræðingur frá Háskóla Íslands (1998). Hann starfaði hjá Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og við áhættustýringu hjá Icelandair (1999-2005). Hann var fjármálastjóri FL Group (2005-2008) og rekstrar- og fjármálastjóri hjá Clara (2011). Sveinbjörn varð fjármálastjóri Isavia árið 2013 og forstjóri í júní 2019.
Anna Björk Bjarnadóttir er íþróttafræðingur frá NIH og HUPE, með framhaldsnám frá TDC, DIEU/Mannaz og Wharton. Hún var framkvæmdastjóri ráðgjafar og sérlausna hjá Advania (2018-2020), stjórnunarráðgjafi og framkvæmdastjóri hjá Expectus (2013-2018), og starfaði hjá Símanum (2005-2013), þar af fimm ár sem framkvæmdastjóri. Hún stýrði þjónustusviði TDC Norway A/S (2001-2004).
Bjarni Örn Kærnested er með B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og MBA frá Waseda háskólanum í Japan. Hann hefur starfað sem forstöðumaður á upplýsingatæknisviði hjá Össuri síðan 2019 og tók við sem framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni árið 2022. Áður starfaði hann hjá Origo og Arion banka.
Elísabet Sverrisdóttir er með B.A. í bókmenntum og MS í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands og APME í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Hún starfaði hjá Hagvangi (2006-2017) og var ráðin mannauðsráðgjafi til Isavia árið 2017, mannauðsstjóri árið 2019 og aðstoðarmaður forstjóra árið 2021.
Guðmundur Daði Rúnarsson er rekstrarverkfræðingur frá Danmarks Tekniske Universitet (2010). Hann var verkefnastjóri á upplýsinga- og tæknisviði Iceland Express (2007-2011) og deildarstjóri rekstrardeildar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar (2011). Hann varð framkvæmdastjóri tækni og eignasviðs Keflavíkurflugvallar við skipulagsbreytinguna 2016 og tók við sem framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar árið 2020.
Ingibjörg Arnarsdóttir er með Cand. Oecon. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í fjármálum frá Cass Business School. Hún var framkvæmdastjóri fjármála-, mannauðs- og verkefnastjórnar hjá Reiknistofu bankanna (2016-2020), framkvæmdastjóri fjármála og mannauðs (2008-2016), og framkvæmdastjóri stjórnunar- og mannauðs hjá Valitor.