Beint í efni
Keflavíkur Flugvöllur

Taktu rútuna til og frá Keflavíkurflugvelli með Flybus sem sinnir reglulegum ferðum milli Reykjavíkur og flugvallarins. Við mælum með því að bóka miða fyrir fram.

Flyb­us

Flugrútan keyrir frá BSÍ til Keflavíkurflugvallar samkvæmt tímatöflu og frá Keflavíkurflugvelli 40 mínútum eftir lendingu hvers flugs og mun örar á álagstímum.

Flugrútan stoppar á leið sinni við Aktu taktu í Garðabæ og við Fjörukrána í Hafnarfirði auk þess að sækja og skutla á fjölda gististaða og biðstöðva víðsvegar í Reykjavík.

Hægt er að kaupa miða í Flugrútuna á vefnum, á upplýsingaborði Flugrútunnar eða í sjálfsölum á Keflavíkurflugvelli. Sjálfsalarnir eru staðsettir í komusal, eftir að komið er út um tollahliðið.