Taktu rútuna til og frá Keflavíkurflugvelli með Flybus sem sinnir reglulegum ferðum milli Reykjavíkur og flugvallarins. Við mælum með því að bóka miða fyrir fram.

Flybus
Flugrútan keyrir frá BSÍ til Keflavíkurflugvallar samkvæmt tímatöflu og frá Keflavíkurflugvelli 40 mínútum eftir lendingu hvers flugs og mun örar á álagstímum.
Flugrútan stoppar á leið sinni við Aktu taktu í Garðabæ og við Fjörukrána í Hafnarfirði auk þess að sækja og skutla á fjölda gististaða og biðstöðva víðsvegar í Reykjavík.
Hægt er að kaupa miða í Flugrútuna á vefnum, á upplýsingaborði Flugrútunnar eða í sjálfsölum á Keflavíkurflugvelli. Sjálfsalarnir eru staðsettir í komusal, eftir að komið er út um tollahliðið.
