Bókunarskilmálar
1. Samningsaðilar
1.1. Þegar þú bókar bílastæði á www.kefairport.is kemst á bindandi samningur milli þín og Isavia ohf. kt. 550210-0370 (hér eftir einnig KEF Parking). Með því samþykkir þú neðangreinda skilmála.
1.2. Þegar bókun hefur verið staðfest mun Isavia taka frá bílastæði fyrir þig í þann tíma og á því svæði sem bókað hefur verið. Bílastæði KEF Parking eru ekki númeruð.
1.3. Hægt er að hafa samband við bílastæðaþjónustu Isavia í síma 425-6400, með tölvupósti á póstfangið [email protected] eða í gegnum heimasíðu Isavia ohf sem er www.kefairport.is/isavia
2. Bókun
2.1. Hægt er að bóka bílastæði á www.kefairport.is. Einungis er hægt að bóka eitt bílastæði hverju sinni og bókun verður að vera yfir óslitið tímabil. Yfirgefir þú bílastæði og keyrir inn á það aftur á tímabili bókunar er litið á það sem ný viðskipti sem þú þarft að greiða fyrir samkvæmt gildandi gjaldskrá.
2.2 Bóka verður bílastæði a.m.k. 4 tímum fyrir innkeyrslu á bílastæðið. Ekki er hægt að bóka bílastæði, eftir að ekið hefur verið inn á viðkomandi bílastæði.
2.3. Hámarkstími bókunar á bílastæðum eru 14 vikur yfir óslitið tímabil.
2.4. Ef bókað er í styttri tíma en 14 vikur er hægt að lengja bókun upp í 14 vikur að hámarki á www.kefairport.is. Ekki er hægt að breyta bókun eftir að ekið hefur verið inn á viðkomandi bílastæði.
2.5. Sé ökutæki skráð fyrir fleiri en átta (8) farþega, yfir 3.500kg að heildarþyngd og/eða aukinna ökuréttinda er krafist til þess að aka því, þarf að hafa samband við KEF Parking, áður en bókað er.
2.6. Bókun bílastæða samkvæmt er háð því að bílastæði séu til reiðu yfir allt það tímabil sem þú vilt bóka.
2.7. Að lokinni bókun er bókunarstaðfesting send á tölvupóstfangið þitt, í bókunarstaðfestingu má finna bókunarnúmer og kvittun. Isavia geymir afrit af þessari bókunarstaðfestingu og má nálgast það með því að hafa samband við Isavia.
2.8. Sá sem bókar ber ábyrgð á því að rétt bílnúmer sé slegið inn í bókun. Rétt bílnúmer er grundvöllur þess að hægt sé að veita þjónustu.
2.9. Sé ekið inn á bílastæði á bíl með öðru bílnúmeri en skráð var við bókun og breyta þarf afturvirkt, leggst á 1.990 kr. þjónustugjald
3. Greiðsla
3.1. Gjald fyrir bílastæði á Keflavíkurflugvelli er háð því hvaða bílastæði er valið og fjölda daga sem bílastæði er bókað. Gjald er innheimt fyrir hvern hafinn sólarhring.
3.2. Gjald er greitt fyrir bílastæði um leið og bókað er, sjá grein 2.7.
3.3. Þegar bílastæði er bókað er mögulegt að greiða með Visa og Mastercard.
3.4. Þegar greitt er þarf að slá inn kortanúmer, gildistíma korts og öryggiskóða á bakhlið korts.
3.5. Akir þú bifreið út af bílastæðum áður en bókunartími er útrunninn átt þú ekki rétt á endurgreiðslu þess tímabils sem bílastæði var ekki notað. Þetta á t.a.m. einnig við ef flugi er aflýst, því er flýtt eða aðrar breytingar verða á því.
3.6. Ef, af einhverri ástæðu, þú sækir ekki bifreið áður en bókunartími rennur út verður almennt dagsgjald þess bílastæðis sem bifreið er lagt á rukkað frá því tímabili sem bókun endar og þangað til bifreið er sótt eða hún fjarlægð á kostnað eiganda.
4. Þjónustan
4.1. Sjálfvirkar númeramyndavélar lesa bílnúmerið þitt við inn- og útakstur og tengja við bókunina þína.
4.2. Tímabil bókunar bílastæðis er tilgreint í bókun. Akir þú inn á bílastæði fyrr en tilgreint er í bókun gildir sá tími. Akir þú seinna af bílastæðum en tilgreint er í bókun, gildir sá tími. Fyrir tíma utan bókunar er greitt almennt daggjald þess bílastæðis sem bíl er lagt á. Einnig leggst á þjónustugjald kr. 1.490 ef ekki er gengið frá greiðslu innan 48 klst og reikningur er sendur í heimabanka.
5. Úrvalsstæði
5.1. Ef þú kaupir Úrvalsstæði gildir grein 5 auk annarra ákvæða skilmála þessara um þig.
5.2. Þegar þú mætir á Keflavíkurflugvöll skalt þú leggja á skammtímastæði P1, brottfararmegin, og skila lyklum í þar til gert hólf í brottfararsal flugstöðvarinnar. Starfsfólk Isavia taka myndir af bifreið og færa bifreið á bifreiðastæði sem ætluð eru til geymslu auk þess sem bifreið er komið til aðila sem veita viðbótarþjónustu ef hennar er óskað. Við heimkomu sækir þú lykla í lyklabox sem staðsett er í komusal. Til þess að fá lykla afhenta þarft þú að sýna bókunarstaðfestingu. Bifreið verður tilbúin fyrir þig á bifreiðastæðum P1. Nánari leiðbeiningar eru að finna í bókunarstaðfestingunni sem þú færð þegar þú bókar.
Skilir þú ekki lyklum í þar til gert lyklabox greiðist dagsgjald þess bifreiðastæðis sem bifreið er lagt á. Dagsgjald miðast ekki við bókunarverð, heldur verð sem gefin eru upp í innkeyrsluhliði viðkomandi stæðis. Gjaldið sem þú greiddir fyrir bókun á Úrvalsstæði dregst frá dagsgjaldinu.
5.3. Ætlir þú að sækja bíl fyrr en gefið var upp í bókun verður þú að láta bílastæðaþjónustu Isavia vita, ekki seinna en tveimur tímum fyrir áætlaðan tíma útkeyrslu í síma 425-6400, svo að bíll verði tilbúinn. Látir þú ekki vita, eða látir vita of seint, gætir þú þurft að bíða á meðan bíllinn þinn er sóttur. Sé bifreið sótt fyrir áætlaðan tíma útkeyrslu fæst greiðsla vegna aukaþjónustu ekki endurgreidd, þó svo að hún hafi ekki verið veitt.
5.4. Ætlir þú þér að afhenda Isavia bíl meira en tveimur tímum fyrr en áætlað var í bókun verður þú að láta bílastæðaþjónustu Isavia vita. Þú munt þurfa að greiða fyrir þann tíma, gjald samkæmt gjaldskrá fyrir það stæði sem bifreið er lagt í, sem leggst ofan á upphaflega bókun.
5.5. Þú átt ekki rétt á endurgreiðslu bílastæðisgjalds þó tíminn sem bílnum er lagt sé af einhverri ástæðu styttri en gert var ráð fyrir í bókun. Þetta á t.a.m. einnig við ef flugi er aflýst, því er flýtt eða aðrar breytingar verða á því.
5.6. Isavia tekur ábyrgð á lyklum bifreiða sem fyrirtækið hefur í umsjá sinni, enda hafi þeim verið skilað á réttan stað skv. leiðbeiningum Isavia. Isavia tekur ábyrgð á bifreið við flutning hennar til og frá bílastæðunum þar sem hún er geymd. Verði bifreiðin fyrir skemmdum á meðan hún stendur á bílastæðum, sjá 12. grein um ábyrgð.
5.7. Það er á þinni ábyrgð að kanna ástand ökutækis þegar það er sótt og áður en því er ekið út af bifreiðastæðum Keflavíkurflugvallar. Teljir þú að skemmdir séu til komnar vegna meðhöndlunar Isavia verður þú að koma því á framfæri með kvörtun áður en ökutæki er ekið út af bifreiðastæði.
5.8. Sé ökutæki rafmagnslaust þegar starfsmenn okkar vitja þess verður haft samband við eiganda/umráðamann sem þarf að gefa samþykki sitt fyrir því að gefa bifreiðinni straum með utanáliggjandi straumgjafa. Starfsmenn KEF-Parking munu ekki aðhafast frekar fyrr en svar hefur borist frá eiganda/umráðamanni ökutækis. Isavia tekur ekki ábyrgð á bilunum eða skemmdum sem kunna að leiða beint eða óbeint af straumleysi ökutækis.
6. Þjónustukannanir
6.1. Við sendum viðskiptavinum okkar þjónustukannanir í lok viðskipta í því skyni að kanna upplifun þeirra af þjónustunni.
6.2. Við skráningu á póstlista samþykkirðu að fá send tilboð og fréttir frá Isavia. Jafnframt veitirðu samþykki fyrir að við vinnum með þær upplýsingar sem þú gefur upp, nafn og netfang, í þeim tilgangi að veita þjónustuna. Hægt er að skrá sig af póstlista hvenær sem er með því að smella á þar til gerðan tengil í einum af tölvupóstunum. Skráir þú þig af póstlistanum eyðum við þessum upplýsingum. Að öðru leyti gilda skilmálar um meðhöndlun Isavia á persónuupplýsingum, sjá grein 14.
7. Verð
7.1. Verð eru gefin upp í íslenskum krónum (ISK)
7.2. Öll verð eru samkvæmt gildandi gjaldskrá Isavia/KEF Parking hverju sinni og birt verð í pöntun eru með fyrirvara um prent- og innsláttarvillur, þ.m.t. villur í verðum, verðbreytingar og uppfærslur á verðum.
8. Breytingar á bókun
8.1. Mögulegt er að breyta bókun fram að 4 klst. fyrir bókaðan tíma innkeyrslu í gegnum bókunarkerfi www.kefairport.is hægt er að breyta dagsetningu og tíma innkeyrslu og útkeyrslu af bílastæði. Slíkar breytingar veita ekki rétt til endurgreiðslu.
9. Tafir
9.1. Tími innkeyrslu er staðfestur í bókunarstaðfestingu sem þú færð senda með tölvupósti eftir bókun.
9.2. Isavia reynir að tryggja að bókað stæði sé til reiðu þremur tímum fyrir bókaðan tíma innkeyrslu.
10. Kvartanir
10.1. Allar kvartanir skulu berast beint til Isavia, sjá grein 1.3.
10.2. Kvartanir um ófullnægjandi þjónustu og/eða vöru skulu berast eins fljótt og þú verður þess var, og eigi síður en 5 dögum eftir að þú hefur keyrt út af bílastæðum.
10.3. Vinsamlegast hafðu samband við Isavia ef þú vilt koma ábendingu eða kvörtun á framfæri. Hægt er að hafa samband við bílastæðaþjónustu Isavia í síma 425-6400 eða í tölvupóstfangi [email protected]
10.4. Ef þú nærð ekki samkomulagi við Isavia er varðar kvörtun geturðu komið kvörtun á framfæri við Neytendastofu með því að senda póst á [email protected].
11. Vanefndir
11.1. Isavia skal tryggja að bílastæði sé til reiðu fyrir þig það tímabil sem bókað hefur verið. Bílastæði inni á svæðinu sem bókað hefur verið er ónúmerað. Ekki verður litið á uppfærslu í sambærilegt eða dýrara stæði sem brot á samningi Isavia við þig sem kemst á við bókun.
11.2. Ef Isavia getur ekki veitt sambærilegt eða dýrara stæði en það sem bókað var, sjá grein 13.1, átt þú rétt á endurgreiðslu sem nemur mismunar bílastæðagjalds samkvæmt bókun og þeirrar þjónustu sem veitt er enda sé sú þjónusta ódýrari en sú sem var bókuð.
11.3. Isavia áskilur sér rétt til þess að láta fjarlægja bifreiðar sem er ólöglega lagt á kostnað eiganda/umráðamanns. Eins kann slíkt að varða sektum. Nánari upplýsingar er m.a. að finna á www.bss.is .
12. Ábyrgð
12.1. Ákvæði um ábyrgð sem talin eru upp hér gilda ekki umfram það sem kveðið er á um í íslenskum lögum.
12.2. Isavia ber ekki ábyrgð á slysum, þjófnaði, slysum á fólki, skemmdum á bílum, búnaði eða lausafé á eða í bíl, en sjá grein 5.6.
12.3. Isavia ber ekki ábyrgð á óbeinu eða afleiddu tapi.
12.4. Í þeim tilfellum þar sem Isavia ábyrgist ökutæki eða fylgifé þeirra samkvæmt ákvæðum skilmála þessara tekur sú ábyrgð einungis til þess sem nemur sjálfsábyrgð húftrygginga viðkomandi ökutækja, sé slík trygging til staðar.
13. Force Majeure
13.1. Sé ekki hægt að veita vöru og/eða þjónustu að einhverju eða öllu leyti vegna óviðráðanlegra aðstæðna, aðstæðna sem Isavia hefur enga stjórn á, þ.m.t. en ekki bundið við, stríð, hryðjuverk eða hryðjuverkaógn, eldsvoða, verkföll, sniðgöngu, lokun flugvallar og náttúruvá, þá frestast afhending á vöru og/eða þjónustu um þann fjölda daga sem óviðráðanlegar aðstæður valda.
13.2. Í tilfelli Force Majeure ber Isavia enga ábyrgð.
14. Persónuupplýsingar
14.1. Gögn frá notendum eru meðhöndluð í samræmi við gildandi lög og reglugerðir um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
14.2. Til þess að bóka og greiða fyrir bílastæði verður þú að gefa upp nafn, símanúmer, tölvupóstfang og bílnúmer. Þessar upplýsingar eru nauðsynlegar til þess að Isavia geti veitt umbeðna þjónustu og eru unnar á grundvelli samningsheimildar. Upplýsingar um flugnúmer er ekki nauðsynlegt að gefa upp en geta aðstoðað okkur í að veita betri þjónustu.
14.3. Þú getur hætt við bókun áður en þú staðfestir, viljirðu ekki veita umbeðnar upplýsingar.
14.4. Upplýsingar sem þú veitir Isavia verða einungis notaðar við vinnslu bókunar og veitingu umbeðinnar þjónustu. Vinnslan fer fram hjá Isavia ohf, KMP Digitata, Autopay og Stefnu ehf. og verða persónuupplýsingar ekki afhentar öðrum aðilum nema á grundvelli lagaskyldu eða í þeim tilfellum þar sem skráður eigandi eða rekstraraðili ökutækis kann að bera greiðsluskyldu.
14.5. Þegar greiðslu er lokið verða greiðsluupplýsingar þínar vistaðar í þann tíma sem það tekur færsluna að skila sér til Isavia. Greiðsluupplýsingar eru vistaðar í samræmi við PCI (Payment Card Industry – Data Security Standard) staðla. Kjósir þú að vista kreditkortanúmer er það einnig geymt í samræmi við PCI staðla.
14.6. Gögnum sem safnað er fyrir Úrvalsstæði, og eru umfram þau gögn sem getið er á um í greinum 13.1 – 13.5 er einungis safnað í þeim tilgangi að geta varist lagalegum kröfum.
14.7. Isavia vinnur ekki upplýsingum sem hægt er að rekja niður á einstaka persónur, í lengri tíma en tilgangur vinnslu krefst og lög og/eða reglugerðir segja til um.
14.8. Þú getur óskað eftir gögnum sem við höfum safnað um þig vegna veittrar þjónustu með því að senda inn beiðni hér www.kefairport.is/fyrirtaekid/hafdu-samband. Þú hefur einnig rétt á því að láta okkur eyða þeim persónupplýsingum sem við höfum safnað um þig. Þú hefur rétt til þess að mótmæla söfnun gagna og getur lagt inn kvörtun hjá Persónuvernd. Eyðublað fyrir kvörtun má finna inni á www.personuvernd.is.
14.9. Þegar þú ferð inn á vefsfæði https://book.kefairport.is/book/KEF/Parking, er gögnum, í formi vefkaka (e. cookies) safnað um notkun þína.
14.10. Beindu vinsamlegast öllum spurningum varðandi vinnslu persónuupplýsinga til Isavia á tölvupóstfangið [email protected]
Persónuverndarstefnu Isavia er að finna hér.
15. Lög og lögsaga
15.1. Um skilmála þessa og samninga milli Isavia og viðskiptavina á grundvelli þeirra fer samkvæmt íslenskum lögum. Rísi ágreiningur um skilmálana, samninga byggða á þeim eða annað er lítur að leigu bílastæða á Keflavíkurflugvelli verða mál vegna slíks ágreinings rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
16. Endurskoðun/breyting skilmála
16.1. Isavia getur hvenær sem er breytt skilmálum þessum með því að uppfæra þessa vefsíðu.