Beint í efni
Keflavíkur Flugvöllur

Fyrir börnin

Við viljum tryggja að fjölskyldufólk eigi ánægjulegar stundir á flugvellinum, jafnvel þótt biðtíminn geti stundum verið krefjandi.

Fyrir framan Elko er leiksvæði en einnig er leiksvæði við hlið C í Suðurbyggingu. Á svæðinu er einnig veitingasala og setusvæði fyrir gesti.

iWall leikjaskjár

Fyrir framan Aðalstræti er iWall leikjaskjár með fjölmörgum hreystileikjum

Gefðu þér góðan tíma

Þegar ferðast er með börn mælum við með því að mæta tímanlega á flugvöllinn. Þannig forðastu mögulega streitu og byrjar ferðina með hugarró og tíma til að njóta þín. Fylgdu fluginu þínu í símanum ef þú hefur innritaðan farangur. Þannig geturðu fylgst með því hvenær þú getur innritað farangurinn.

Barnakerrur

Vissir þú að hægt er að fá lánaða barnakerru á flugvellinum? Þannig geturðu innritað þína kerru en fengið lánaða kerru á meðan dvöl þinni á flugvellinum stendur. Kerrurnar er hægt að finna víðsvegar um flugstöðina og öllum farþegum er frjálst að grípa til þeirra sé þeirra þörf.

FAQ

Þarftu aðstoð?

Algengar spurningar þegar ferðast er með börn.