Til og frá KEF
Það tekur um 40 mínútur að keyra á flugvöllinn úr miðbæ Reykjavíkur. Hægt er að fara þessa leið á bíl, í rútu, í strætó eða bílaleigubíl.
Ertu að skutla eða sækja? Við bjóðum nokkra valkosti þegar kemur að því að skutla eða sækja á völlinn. Betri stæðin okkar, P1 & P2 henta vel til að sækja og skutla farþegum.
Taktu rútuna til og frá Keflavíkurflugvelli. Tvö rútufyrirtæki sinna ferðum milli Reykjavíkur og flugvallarins: Flybus og Airport Direct. Við mælum með því að bóka miða fyrirfram.
Langar þig að taka strætó á flugvöllinn? Reglulegar strætóferðir eru til og frá höfuðborgarsvæðinu að Keflavíkurflugvelli.