Til og frá KEF
Það tekur um 40 mínútur að keyra á flugvöllinn úr miðbæ Reykjavíkur. Hægt er að fara þessa leið á bíl, í rútu, í strætó eða bílaleigubíl.

Taktu rútuna til og frá Keflavíkurflugvelli með Flybus. Við mælum með því að bóka miða fyrirfram.

Ertu að skutla eða sækja? Við bjóðum nokkra valkosti þegar kemur að því að skutla eða sækja á völlinn. Betri stæðin okkar, P1 & P2 henta vel til að sækja og skutla farþegum.

Langar þig að taka strætó á flugvöllinn? Reglulegar strætóferðir eru til og frá höfuðborgarsvæðinu að Keflavíkurflugvelli.

Hér finnur þú upplýsingar um bílaleigur með starfsemi á Keflavíkurflugvelli. Við mælum með að bóka bíl fyrirfram til að fá besta verðið og að tryggja að bíll sé laus við komu.

Á Keflavíkurflugvelli eru leigubílar til taks allan sólarhringinn. Við mælum með að þú spyrjir um verð áður en af stað er haldið.
