Vegabréfaeftirlit
Vegabréfaeftirlit og Schengen
Ferðamenn sem ferðast um Schengen svæðið þurfa ekki að framvísa vegabréfinu sínu á landamærum heldur einungis hafa gild persónuskilríki. Því er mikilvægt að íslenskir ferðamenn hafi ávallt vegabréf sitt meðferðis þar sem engin önnur raunveruleg persónuskilríki eru gefin út hér á landi. Þó ber að hafa í huga að flugfélög geta krafist þess að ferðamenn framvísi vegabréfum áður en gengið er um borð í flugvél. Ef þú ert að ferðast utan Schengen, þ.e. til Bretlands, Írlands og Norður-Ameríku þarftu að fara í gegnum vegabréfaeftirlit við brottför og komu til landsins. Sjá nánari upplýsingar um Schengensvæðið.